G&G

Verslunar- og þjónustulóðir

Búið er að skipuleggja nýtt miðsvæði á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar er gert ráð fyrir 6 verslunar- og þjónustulóðum með blómlegri blöndu af verslun, þjónustu, gistingu, veitingarekstri og menningartengdri starfsemi.


Fyrst verður lögð áhersla á að koma upp hraðhleðslustöð, eldsneytissölu og smávöruverslun til að þjónusta þá 2.500 bíla sem fara um svæðið á hverjum degi, til viðbótar við þá 6–10 þúsund íbúa og frístundahúsaeigendur sem dvelja í sveitarfélaginu á hverjum tíma.


Miðtún 1 er ætluð fyrir verslun og þjónustu og mögulega eldsneytisafgreiðslu og rafhleðslustöð.


Miðtún 3, 5, 7 og 9 eru ætlaðar fyrir verslunar- og þjónustuhús á tveimur hæðum, en heimild er fyrir íbúðum á efri hæð sem skulu að lágmarki vera 50 m2 að stærð.


Miðtún 11 er ætluð fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi – t.d. hótel.


Á fundi sveitarstjórnar þann 20. nóvember 2024 var samþykkt samhljóða að taka tilboði E.Sigurðssonar ehf í verslunar- og þjónustulóðir í Miðtúni 1-11.
Sveitarfélagið hefur átt í viðræðuferli síðustu vikur við aðila sem áhuga höfðu á að koma að því verkefni að byggja upp verslun- og þjónustu á svæðinu. Á fundi sveitarstjórnar þann 6. nóvember s.l. var ákveðið að bjóða byggingarrétt lóðanna út milli tveggja aðila, Orkan IS ehf og E.Sigurðsson ehf., sem skiluðu inn hugmyndum um mögulega nýtingu lóðanna. 

Niðurstöður útboðsins voru sem hér segir:

Tilboðsaðili

E.Sigurðsson ehf   Miðtún 1-11  kr. 62.861.920,-

Orkan IS ehf           Miðtún 1-11  kr. 56.600.000,- 


Share by: