G&G

G&G

Verslunar- og þjónustulóðir

Búið er að skipuleggja nýtt miðsvæði á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar er gert ráð fyrir 6 verslunar- og þjónustulóðum með blómlegri blöndu af verslun, þjónustu, gistingu, veitingarekstri og menningartengdri starfsemi.


Fyrst verður lögð áhersla á að koma upp hraðhleðslustöð, eldsneytissölu og smávöruverslun til að þjónusta þá 2.500 bíla sem fara um svæðið á hverjum degi, til viðbótar við þá 6–10 þúsund íbúa og frístundahúsaeigendur sem dvelja í sveitarfélaginu á hverjum tíma.


Miðtún 1 er ætluð fyrir verslun og þjónustu og mögulega eldsneytisafgreiðslu og rafhleðslustöð.


Miðtún 3, 5, 7 og 9 eru ætlaðar fyrir verslunar- og þjónustuhús á tveimur hæðum, en heimild er fyrir íbúðum á efri hæð sem skulu að lágmarki vera 50 m2 að stærð.


Miðtún 11 er ætluð fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi – t.d. hótel.


Kynntu þér tækifærin og taktu þátt í að gera Grímsnes- og Grafningshrepp að demantinum við Gullna hringinn.

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur leitar eftir aðilum sem hafa áhuga á kaupum á byggingarrétti lóða að Miðtúni 1-11, Borg, 805 Selfossi.

Leitað er að aðilum sem eru tilbúnir að taka þátt í viðræðum við sveitarfélagið um útfærslu og nýtingu lóðanna, og gangast undir kaupsamning um kaup á byggingarrétti á lóðinni ef sveitar­félagið ákveður að úthluta þeim lóðinni í framhaldi af slíkum viðræðum. Sveitarfélagið leggur áherslu á að semja við hæfan aðila sem kemur með hugmynd að nýtingu lóðar, sem er til þess fallin að styðja við mannlíf og menningu í sveitarfélaginu.

Hugmyndir þurfa að berast fyrir 16. ágúst 2024.

Share by: