G&G

G&G

Búið er að skipuleggja nýtt golfvallarsvæði við Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi, örstutt frá fyrirhugaðri íbúðabyggð á Borg. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 9 holu golfvelli, þjónustuhúsi, golfskála með veitingasölu auk þess sem gert er ráð fyrir möguleikum til að byggja upp gistingu við völlinn.


Þessi uppbygging mun gera Grímsnes- og Grafningshrepp að paradís fyrir kylfinga og felur í sér fjölmörg spennandi tækifæri til framtíðar, bæði fyrir íbúa, frístundahúsaeigendur og aðra sem sækja svæðið heim.

Með nýju deiliskipulagi er afmarkað 29,5 ha svæði fyrir níu holu golfvöll ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar.

Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um golfvöllinn sendu þá tölvupóst á gogg@gogg.is


Share by: