G&G

G&G


Hugmyndir & fyrirspurnir

Vilt þú fá nánari upplýsingar um lóðaúthlutun, framtíðaruppbyggingu, skipulag eða bara lífið í Grímsnes- og Grafningshreppi? Eða ertu kannski með hugmynd sem þarf að finna réttan farveg?

Sendu okkur línu og við verðum í bandi.

Grímsnes- & Grafningshreppur

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur er í miðri Árnessýslu, 890 km2 að stærð. Það varð til 1. júní 1998 við sameiningu tveggja hreppa Grímsneshrepps og Grafningshrepps. Þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Borg og íbúar eru tæplega 600. Mjög góð búsetuskilyrði eru í sveitarfélaginu og er sveitarfélagið afar vinsælt svæði fyrir frístundahús. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að Grímsnes- og Grafningshreppur verði eftirsóknarvert svæði til búsetu, atvinnu, frístundaiðju og útivistar. Þar verði góð skilyrði fyrir atvinnustarfsemi og þjónustu og að fjölbreytni búsetukosta í sveit og þéttbýli verði styrkur svæðisins. Margir fallegir staðir eru í sveitarfélaginu og má þar nefna Hengilsvæðið, Sogið, Kerið, Úlfljótsvatn og Þrastaskóg. Í sveitarfélaginu er samrekin leik- og grunnskóli sem heitir Kerhólsskóli.

Share by: