G&G

G&G

Íbúðarhúsalóðir

Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í nánustu framtíð. Búið er að skipuleggja nýtt íbúðahverfi á svæðinu, sem verður paradís fyrir þau sem kjósa kyrrð og ró fram yfir ys og þys – en vilja samt hafa alla þjónustu í næsta nágrenni. Sérstök áhersla er lögð á að byggðin tengist nærliggjandi þjónustukjarna á nýju miðsvæði og gott flæði verði milli innviðanna á svæðinu.


Um er að ræða blandaða byggð með einbýlishúsum, par- og raðhúsum og minni fjölbýlishúsum. Á heildina litið er gert ráð fyrir 79 lóðum með 160-220 íbúðum, þar sem gert er ráð fyrir sveigjanleika til að fjölga eða fækka íbúðum í rað- og fjölbýli, upp að vissu marki.


Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir verktaka og einstaklinga til að taka þátt í uppbyggingu á nýrri og spennandi íbúðabyggð á besta stað á Suðurlandi. Við ætlum okkur að byggja upp til framtíðar og leitum því að réttum samstarfsaðilum til verksins.


Kynntu þér málið nánar og taktu þátt í að byggja upp framtíðarheimili fyrir þig eða aðra á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir til úthlutunar lóðir við Borgartún 1 og Lækjartún 1-9.
Jafnframt eru lausar lóðir við Hraunbraut númer 1 og 4 í eldra skipulagi.

Hér fyrir neðan má finna lista yfir allar lausar lóðir og gatnagerðargjöldin ásamt umsóknareyðublaði.


Fylla þarf út umsóknareyðublað og undirrita það. Síðan þarf að koma með skjalið, senda það á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps eða senda með tölvupósti á gogg@gogg.is.


Íbúðarhúsalóðunum verður úthlutað á sveitarstjórnarfundi þann 2. október næstkomandi og þurfa umsóknir að hafa borist í síðasta lagi fimmtudaginn 26. september 2024.

Staður Gerð Heildarfjöldi íbúða Leyfilegt hámarksbyggingarmagn Samtals gatnagerðagjöld á lóð
Borgartún 1 Fjölbýli 9-25 1616,6 29.164.714
Lækjartún 1 Parhús 2 321,7 9.200.601
Lækjartún 2 Parhús 2 292,3 8.359.762
Lækjartún 3 Einbýli 1 222,3 7.027.005
Lækjartún 4 Einbýli 1 222,3 7.027.005
Lækjartún 5 Einbýli 1 224,1 7.038.904
Lækjartún 6 Einbýli 1 216,9 6.856.309
Lækjartún 7 Parhús 2 333,2 9.529.500
Lækjartún 8 Raðhús 3-5 578,8 15.682.401
Lækjartún 9 Parhús 2 304,5 8.708.682
Hraunbraut 1 Einbýli 1 550,14 17.390.178
Hraunbraut 4 Raðhús 3-5 1005,78 27.251.287

Lausar lóðir á Borg til úthlutunar 2. október 2024

Share by: